26. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 09:05


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:11
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:11
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:19
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:05

Jón Steindór Valdimarsson boðaði forföll.
Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl. 10:50.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

2) 199. mál - Þjóðhagsstofnun Kl. 09:06
Á fundinn komu Sigurður Jóhannesson frá Hagfræðistofnun HÍ og Ásgeir B. Torfason og Axel Hall frá Fjármálaráði og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Kristinn Bjarnason frá BSRB, Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands og Þórunn Sveinbjarnardóttir frá Bandalagi háskólamanna sem reifuðu sjónarmið við málið og svörðu spurningum nefndarmanna.

Loks komu Þórólfur Matthíasson, Ásgeir Jónsson og Katrín Ólafsdóttir sem reifuðu sjónarmið við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits. Kl. 10:40
Á fundinn kom Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og fór yfir forsögu málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Kjörbréf varaþingmanns Kl. 11:30
Nefndin rannsakaði kjörbréf Daníels E. Arnarsonar, 2. varaþingmanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Suðurkjördæmi. Ekki voru gerðar athugasemdir við kjörbréfið og mælir nefndin með samþykkt þess.

5) Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla Kl. 11:32
Samþykkt að fá gesti á fund vegna málsins.

Frekari umfjöllun frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:33
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:33